Svinavatn

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Mótslok 2010

  Það var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land.  Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði  verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim    fresta mótinu, eða fella það niður,  enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum.

   Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá keppendum.  Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna, og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim.  Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn,  og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt.  Úrslit má finna á öðrum stað hér á síðunni,  en verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok

Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn  5. mars 2011.

Einnig eru komnar inn hér vinstramegin nokkrar myndir frá mótinu.