Svinavatn

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Ís-landsmót á Svínavatni 2010

Undirbúningur vegna mótsins gengur ágætlega og mikil og góð stemming í gangi. Það eina sem menn hafa áhyggjur af  (aðallega sunnan heiða)  er hvort ísinn sé í lagi. Til þess að taka af allan vafa um það mál  þá er ísinn að  lágmarki 50 cm. þykkur og spegilsléttur. Meðfylgjandi mynd sem tekin er 20. febrúar segir það sem segja þarf.

 

Laugardaginn 6. mars nk. verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Húnavatnssýslu. Mótið hefur verið það sterkasta

og fjölmennasta sem haldið hefur verið á ís hérlendis undanfarin ár og lítur út fyrir að þar verði engin breyting á.

Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og verið hefur og verður það nánar auglýst síðar.